Fyrsta myndband Britney Spears er almennt ofarlega á lista yfir bestu tónlistarmyndbönd sögunnar. Hér eru nokkrar staðreyndir sem aðeins mestu aðdáendurnir vita.

5Britney neitaði hugmynd yfirmanna sinna

Yfirmenn plötufyrirtækisins voru búnir að borga fyrir handrit að myndbandi við lagið “Hit Me Baby One More Time”. Þegar Britney heyrði hugmyndina neitaði hún að taka þátt í myndbandinu og tók slaginn við æðstu menn plötufyrirtækisins – þá var hún aðeins verið 16 ára gömul.

4Gæti þurft að flytja úr landi ef þetta yrði myndbandið

Þegar ýtt var á Britney að taka þátt í myndbandinu sagðist hún verða að athlægi og gæti hugsanlega þurft að flytja úr landi.

3Hver var hugmynd plötufyrirtækisins?

Handritið fyrir tónlistarmyndbandið byggðist á því að Britney yrði í ofurhetjubúningi og myndi berjast við teiknimyndapersónur á risastórum plötuspilara. Sem betur fer breytti Britney myndbandinu.

2Samdi handritið sjálf

Britney samdi nýtt handrit fyrir lagið í gegnum síma. Hún vildi að hún væri stödd í Kentwood þar sem hún ólst upp og væri í skólanum að bíða eftir frímínútum. Lagið myndi byrja og hún standa upp til að dansa. Hún bætti síðar inn skólabúningnum og vildi sýna fimleika, körfubolta og annað sem hún var vön að stunda í skólanum.

1Varð heimsfræg á nokkrum mínútum

Þegar myndbandið var klárað og birt á MTV sjónvarpsstöðinni varð Britney heimsfræg á skotstundu. Það er óvíst hvort það hefði gerst hefði hún ekki staðið í hárinu á yfirmönnum plötufyrirtækisins. Það borgar sig því að standa með sjálfum sér.

 

 

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here